Karlakór Reykjavíkur merki

ÁTTU RÖDD AÐ LJÁ OKKUR?

Karlakór Reykjavíkur ætlar að bæta við sig söngmönnum nú í haust og þá fara fram raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að slást í hópinn. Við prófum raddsvið og tónheyrn og finnst það kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri. Það er þó alls ekki skilyrði.

Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu senda okkur línu á netfangið kor@kkor.i fyrir 10. september næstkomandi og við höfum samband við þig um hæl. Frekari upplýsingar má fá í síma 856-7229.

VETRARSTARFIÐ

Starfsár Karlakórs Reykjavíkur einkennast af tveimur hápunktum. Annars vegar eru það aðventutónleikar í Hallgrímskirkju um miðjan desember, sem alltaf eru vel sóttir enda fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra landsmanna. Eftir áramót hefst undirbúningur fyrir vortónleika í Langholtskirkju sem fara fram ílok apríl. Á þeim tónleikum er uppskera vetrarstarfsins lögð fram og að þeim loknum gleðjast kórmenn og makar þeirra yfir liðnum vetri og fagna vorkomu. Til viðbótar við þessa föstu liði er starfið kryddað með með alls kyns viðburðum á vegum ýmissa aðila.