Karlakór Reykjavíkur merki

Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur í Langholtskirkju 

Árlegir vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur í Langholtskirkju verða haldnir sem hér segir:

Miðvikudaginn 24. apríl kl. 20.00.
Fimmtudaginn 25 apríl kl. 20.00.
Laugardaginn 27 apríl kl. 15.00


Aðalgestur kórsins þetta árið er Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran. Þessi glæsilega söngkona lauk mastersnámi frá Hollensku óperuakademíunni í Amsterdam og hún kemur reglulega fram sem einsöngvari í Hollandi og á Íslandi.
Á kynningarsíðu hennar, http://www.arnadottir.info/ , kemur fram að meðal verkefna Hrafnhildar veturinn 2018/19 eru Petite Messe Solennelle eftir Rossini, Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hlutverk Anninu í La Traviata eftir Verdi hjá Íslensku Óperunni. Sumarið 2019 fer hún svo með hlutverk Violettu í La Traviata á sumartónlistarhátíð í Craponne sur Arzon í Frakklandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram með Karlakór Reykjavíkur og vænta kórfélagar mikils af samstarfinu við hana.

Að venju munum við kalla til okkar valinkunna hljóðfæraleikara, og verða þeir kynntir betur síðar.

Stjórn þessa viðburðar verður í höndum Friðriks S. Kristinssonar, farsæls stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur og eru þetta 30. vortónleikar kórsins undir hans stjórn.