Karlakór Reykjavíkur merki

Ef áttu draum!

Karlakór Reykjavíkur bætir við sig söngmönnum í haust og þá verða raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að slást í hópinn. Við prófum raddsvið og tónheyrn og finnst kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri, það er þó alls ekki skilyrði.
Ef þú hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu hafa samband með því að senda okkur línu á netfangið kor@kkor.is fyrir ágústlok næstkomandi og við höfum samband við þig um hæl. Frekari upplýsingar má fá í síma 856-7229.