Karlakór Reykjavíkur merki

RÓLEGT Á YFIRBORÐINU

Það fer ekki mikið fyrir okkur í Karlakór Reykjavíkur þessa dagana.  Það þýðir þó ekki að við sitjum auðum höndum, síður en svo. Við æfum stíft fyrir vortónleikana okkar  sem fara fram í Langholtskirkju dagana 24. til 29. apríl næstkomandi. Um þá tónleika verður fjallað nánar síðar en á þessari stundu er hægt að fullyrða að þar verði bryddað upp á hressandi nýjungar í bland við hefðbundið efni.