link to fronpage

 

 

a_adventu.png

Á aðventu

„Á aðventu með Karlakór Reykjavíkur“ er heiti nýs disks sem inniheldur valdar upptökur frá tónleikum kórsins í Hallgrímskirkju í desember 2009 og 2010. Á þessum tónleikum kom Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór fram með kórnum en einnig syngja einsöng á diskinum þeir Björn Þór Guðmundsson, Friðrik S. Kristinsson og Karl Jóhann Jónsson. Orgelleikur er í höndum Lenku Mateovu, Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson leika á trompet og Eggert Pálsson á slagverk.