Æfingabúðir að Borg í Grímsnesi

Type of post: Choir news item
Status: Current
Date Posted: Thu, 4 Apr 2019
Karlakór Reykjavíkur bregður landi undir fót og heldur í æfingabúðir laugardaginn 6. apríl.
Árla morguns verður brunað austur að Borg og dvalið þar daglangt við að fínpússa og fegra dagskrá Vortónleika kórsins.
Eftir einbeittar söngæfingar verður tekið upp léttara hjal við mat og drykk áður en haldið er heim á leið.
Þetta þykir okkur skerpa á flutningi og efla félagsandann.  Algjör skyldumæting!