Góðir söngmenn óskast
| Type of post: | Choir news item |
| Sub-type: | No sub-type |
| Posted By: | Arnar Halldórsson |
| Status: | Current |
| Date Posted: | Sun, 17 Aug 2025 |
Karlakór Reykjavíkur rís senn úr sumardvala og þá er lag að bæta í hópinn. Kórstjóri prófar raddsvið og tónheyrn umsækjenda og það er kostur en ekki skilyrði að lesa nótur. Nánari upplýsingar um kórstarfið má finna á vef kórsins
www.kkor.is
og á FB síðu okkar
https://www.facebook.com/karlakorreykjavikur
Við hvetjum áhugasama söngmenn sem vilja taka þátt í metnaðarfullum kórsöng að senda okkur línu á kor@kkor.is með helstu upplýsingum og símanúmeri, og við höfum samband um hæl. Stjórn Karlakórs Reykjavíkur.

