Nýjustu fréttir


  • Raddprufur 2024
  •  
  •  Date Posted: Tue, 13 Aug 2024
    Enn þéttum við raðirnar!

    Karlakór Reykjavíkur rís senn úr sumardvala og þá er lag að bæta í hópinn.
    Kórstjóri prófar raddsvið og tónheyrn umsækjenda og það er kostur en ekki skilyrði að lesa nótur.
    Nánari upplýsingar um kórstarfið má finna á vef kórsins www.kkor.is og á FB síðu okkar https://www.facebook.com/karlakorreykjavikur

    Við hvetjum áhugasama söngmenn sem vilja taka þátt í metnaðarfullum kórsöng að senda okkur línu á kor@kkor.is með helstu upplýsingum og símanúmeri, og við höfum samband um hæl.

    Stjórn Karlakórs Reykjavíkur.
  • Aðalfundur Karlakórs Reykjavíkur 2024
  •  
  •  Date Posted: Wed, 13 Mar 2024
    Aðalfundur Karlakórs Reykjavíkur verður haldin þriðjudaginn 19 mars kl. 18.00 í Safnaðarheimili Háteigskirkju.
  • Vortónleikar 2024 í Langholtskirkju
  •  
  •  Date Posted: Sat, 27 Jan 2024
    Æfingar eru hafnar til undirbúnings Vortónleikaraðar kórsins í Langholtskirkju dagna 23.-27. apríl næstkomandi.
    Dísella Lárusdóttir syngur einsöng með kórnum í blandaðri dagskrá sem að þessu sinni ber yfirskriftina „Ljósið loftin fyllir“..
     
  • Vetrarstarf hefst að nýju
  •  
  •  Date Posted: Wed, 23 Aug 2023
    Senn líður að því að við hefjum æfingar að nýju.
    Árlegir aðventutónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkju 9-10 desember og vortónleikar fara fram 23-27 apríl að öllu óbreyttu.
    Þessa dagana auglýsum við eftir áhugasömum söngmönnum og boðið verður upp á raddprufur í byrjun september.
    Áhugasamir geta sent okkur tölvupóst á kor@kkor.is
  • Sumarfrí
  •  
  •  Date Posted: Sun, 30 Apr 2023
    Karlakór Reykjavíkur er komin í sumarfrí 
    Í haust hefjast æfingar fyrir Aðventutónleika í Hallgrímskirkju
  • Vortónleikar í Háteigskirkju
  •  
  •  Date Posted: Sun, 12 Feb 2023
    Karlakór Reykjavíkur æfir nú stíft fyrir Vortónleika í Háteigskirkju
    Tónleikaröðin fer fram sem hér segir.

    26. apríl kl. 20.00
    27. apríl kl. 20.00
    29. apríl kl. 15.00
  • Tónleikaröð í Háteigskirkju
  •  
  •  Date Posted: Sun, 2 Oct 2022
    Karlakór Reykjavíkur hefur sitt 96. starfsár af miklum krafti með tónleikaröð nú október 2022 í Háteigskirkju. En vegna samkomutakmarkana undanfarinna ára hefur ekki verið haldin viðburður á vegum kórsins síðan á aðventu 2019.

    Tónleikarnir í Háteigskirkju verða haldnir:

    Þriðjudaginn 4. október kl. 20.00
    Miðvikudaginn 5. október kl. 20.00
    Fimmtudaginn 6. október kl. 20.00
    Laugardaginn 8. október kl. 15.00

    Að sögn Friðriks S. Kristinssonar, stjórnanda okkar til 32 ára, verður frábært að að syngja í fyrsta skiptið tónleika í Háteigskirkju, en kirkjan er mjög hljómfögur og kirkjuskipið einkar fallegt.
    Og til gamans má geta að í kring um 1970 voru allar SG-hljómplötur kórsins hljóðritaðar í Háteigskirkju.
     
    Hefðbundið starf kórsins snýst að mestu um undirbúning fyrir Aðventutónleika í Hallgrímskirkju og Vortónleika sem við brjótum þó öðru hvoru upp með tónleikum á landsbyggðinni og á erlendri grund.
    Ekki tókst að halda tónleika í vor þannig að líta má á þessa tónleikaröð sem „Vortónleika að hausti“
    Það er gaman að geta þess að nýliðun hefur verið góð undanfarin ár þrátt fyrir hömlur á starfseminni.  Í lögum kórsins segir að söngmaður sé ekki fullgildur félagi fyrr en hann hefur sungið vortónleika, og má reikna með að nýir söngmenn geri sig gilda með kórnum að þessu sinni. 
     
    Aðalgestur kórsins nú er Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran. Hún útskrifaðist með meistaragráðu frá Óperuakademíunni við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn og hefur komið víða fram þrátt fyrir ungan aldur. Þar má nefna sem dæmi stórkostlega frammistöðu hennar í Klassíkinni okkar 2021 á RÚV og ekki síst hlutverk hennar sem Papagena í Töfraflautunni, sem sett var upp í Kaupmannahafnaróperunni í september 2020. Karlakór Reykjavíkur er sannur heiður að samstarfi við þessa ungu listakonu í fjórum fallegum einsöngslögum.
    Við eigum marga góða tenóra og einn þeirra er Ari Jóhann Sigurðsson. Hann stígur fram og syngur einsöng í tveimur lögum með kórnum.
    Við eigum því láni að fagna að Peter Maté, margverðlaunaður píanóleikari og prófessor við Listaháskóla Íslands, mun leika á flygilinn með okkur að þessu sinni og lofar það samstarf afar góðu.
     
    Vettvangur viðburðarins er Háteigskirkja.  Kórinn hefur undanfarin ár haft aðstöðu til æfinga í safnaðarheimili kirkjunnar og má því segja að við séum á  heimavelli. 
     
    Efnisskráin er fjölbreytt og spennandi. Hún byggir á þekktum íslenskum perlum í bland við norræn sönglög og útúrdúra til Eystrasaltsríkja og Suðurríkja Bandaríkjanna. Óneitanleg litast hún af vorkomu og hækkandi sól, enda er það sígilt viðfangsefni sem á alltaf við.

    Að tónleikaröðinni lokinni tekur við undirbúningur fyrir næsta verkefni.
    Í ár erum við afar spenntir fyrir samstarfi við frændur okkar í Tórshavnar Manskór.
    Við stefnum að því að syngja inn aðventuna með þeim í Færeyjum og taka á móti þeim 10-11 desember á sameiginlegum aðventutónleikum í Hallgrímskirkju

    Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á fésbókarsíðu kórsins og Tix.is
    Einnig eru seldir miðar við innganginn.

    Arnar Halldórsson
    Formaður
    Karlakórs Reykjavíkur
     
  • Villa í auglýsingu
  •  
  •  Date Posted: Sat, 27 Aug 2022
    Kæru vinir.
    Í auglýsingu okkar á Facebook og í Fréttablaðinu er einu "n" ofaukið í netfangi stjórnanda. Rétt netfang er kristinssonfridrik@gmail.com
    Þetta er hér með leiðrétt og við biðjumst afsökunar á þessum mistökum.
    Kær kveðja
    Arnar Halldórsson
    Formaður.
  • Vortónleikum 2022 frestað til hausts
  •  
  •  Date Posted: Fri, 1 Apr 2022
    Af óviðráðanlegum orsökum frestast vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur fram á haust.
    Nánar auglýst síðar.
  • Breytingar á stjórn Karlakórs Reykjavíkur
  •  
  •  Date Posted: Fri, 1 Apr 2022
    Á aðalfundi Karlakórs Reykjavíkur þann 29.mars síðastliðin var Arnar Halldórsson kjörin formaður og Kristján B. Ólafsson gjaldkeri.
    Fráfarandi stjórnarmönnum eru þökkuð vel unnin störf í þágu kórsins og nýjum óskað velfarnaðar í starfi.
  • Æfingar hafnar og stefnt að vortónleikum
  •  
  •  Date Posted: Wed, 9 Feb 2022
    Karlakór Reykjavíkur hittist nú í aðskildum hópum og æfir fyrir vortónleika í Háteigskirkju 2-7maí 2022.
    Standa vonir okkar til að mega loks taka fram kjólfötin og syngja fulla dagskrá fyrir fullu húsi.
  • Aðventutónleikum aflýst.
  •  
  •  Date Posted: Tue, 30 Nov 2021
    Annmarkar á tónleikahaldi vegna sóttvarna og smithættu, ásamt heilbrigðri skynsemi, hafa leitt okkur að þeirri niðurstöðu að fella niður aðventutónleika 2021 sem halda átti 11 og 12 desember næstkomandi.
    Þeir sem þegar hafa tryggt sér miða fá þá endurgreidda, nánar kynnt síðar.
  • Æfingar hafnar
  •  
  •  Date Posted: Sat, 11 Sep 2021
    Þriðjudaginn 7. september hittust kórfélagar eftir langt hlé.
    Tekið var vel á móti nýjum félögum og farið yfir skipulag söngársins.
    Einkennislag kórsins var sungið nýliðum til heiðurs og að því loknu stjórnaði Friðrik fyrstu æfingu.
    Góð stemmning og menn fullir tilhlökkunar.
  • Aðalfundur Karlakórs Reykjavíkur 2021
  •  
  •  Date Posted: Wed, 12 May 2021
    Aðalfundur Karlakórs Reykjavíkur verður haldinn í Háteigskirkju (kirkjunni sjálfri, ekki æfingarýminu), þriðjudaginn 25.5.2021 klukkan 20:00.

     
  • Æfingar falla niður og aðventutónleikar frestast um óákv. tíma
  •  
  •  Date Posted: Mon, 5 Oct 2020
    Vegna neyðarstigs Almannavarna hefur stjórn kórsins hætt við að kalla söngmenn til æfinga og í framhaldinu er hæpið að nokkuð verði úr árlegum Aðventutónleikum..
  • Viltu slást í hópinn?
  •  
  •  Date Posted: Tue, 1 Sep 2020
    Karlakór Reykjavíkur leitar að liðsauka og framundan eru raddpróf fyrir áhugasama söngmenn.
    Við prófum raddsvið og tónheyrn og finnst það kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri, sem þó er ekki skilyrði.
    Ef þú hefur áhuga á að spreyta þig, ert fimmtugur eða yngri skaltu senda okkur línu á netfangið kor@kkor.is fyrir 15. september næstkomandi og við höfum samband við þig um hæl.

    Karlakór Reykjavíkur stefnir að því að halda úti venjulegu starfi eins og kostur er á þessum fordæmalausu tímum. Hefðbundið starfsár einkennist af tveimur hápunktum; annars vegar aðventutónleikum í Hallgrímskirkju, sem í ár fara fram dagana 12. og 13. desember. Eftir áramót hefjast svo æfingar fyrir vortónleika í Langholtskirkju þar sem afrakstur vetrarstarfsins er lagður fram og að þeim loknum gleðjast kórfélagar og makar þeirra yfir liðnum vetri og fagna vorkomu.

    Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmtileg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagsskap. Söngferðir til útlanda eru farnar reglulega auk þess sem byggðir landsins eru heimsóttar til tónleikahalds. Kórinn æfir alla þriðjudaga auk eins fimmtudags í hverjum mánuði, tvo tíma í senn og fara æfingar fram í safnaðarheimili Háteigskirkju.
  • Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju
  •  
  •  Date Posted: Tue, 25 Aug 2020
    Kæru vinir!
    Við munum fella niður fyrirhugaða "Vortónleika" í október, en einbeita okkur að árlegum aðventutónleikum í Hallgrímskirkju 11-14 des. þegar/ef æfingar hefjast í haust.
    Er það von okkar að aðstæður í þjóðfélaginu batni á haustmánuðum og við getum tekið á móti ykkur "Með gleðiraust og helgum hljóm!
    Félagar í Karlakór Reykjavíkur.
  • Kötlumóti frestað um óákveðin tíma
  •  
  •  Date Posted: Thu, 19 Mar 2020
    Kötlumóti frestað um óákveðin tíma
    Skömmu eftir að tilkynning barst frá Karlakórnum Jökli um að þeir þyrftu að fresta Kötlumóti út af "dottlu", treysti 
    Jon Ola Sand sér til að aflýsa Eurovision.
    Frá Karlakórnum Jökli:

    Tilkynning varðand Kötlumót 2020

    Vegna heimsfaraldurs Covid-19 og þeirrar þróunar sem fyrirséð er í þeim málum, þá hefur stjórn Karlakórsins Jökuls ákveðið að fresta fyrirhuguðu Kötlumóti 2020, sem vera átti 16.maí 2020.

    Nánari ákvörðun um framhaldið hefur ekki verið tekin og bíður þess að málefni heimsfaraldursins skýrist.

    Kær kveðja
    Karlakórinn Jökull

    Forsvarsmenn mótshaldara hafa þó trú á heilsufari Íslendinga og reikna með nánari tímasetningum í haust.
    Við fylgjumst spennt með og yljum okkur við gamlar minningar frá poppuðu Kötlumóti 2015 í millitíðinni.
     
    YouTube Video URL:
  • Æfingum og tónleikum Karlakórs Reykjavíkur frestað fram á haust
  •  
  •  Date Posted: Sun, 15 Mar 2020
    Í ljósi samkomubanns og annara aðgerða til að hefta útbreiðslu Kórónavírusins mun Karlakór Reykjavíkur fresta æfingum og tónleikahaldi úm óákveðin tíma.  Við erum bjartsýnir, stefnum á að taka þráðin upp að nýju í haust og höfum tryggt okkur Langholtskirkju til tónleikahalds 20, 21 og 24 okt. næstkomandi. 
    Nánar má fylgjast með framvindu mála á FB síðu kórsins, smellið hér.

    Félagar Karlakórs Reykjavíkur
     
  • Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju
  •  
  •  Date Posted: Tue, 29 Oct 2019
    Karlakór Reykjavíkur heldur árlega aðventutónleika sína í Hallgrímskirkju laugardaginn 14. desember kl. 17 og sunnudaginn 15. desember kl. 17 og 20.

    Aðalgestur kórsins þetta árið er Sigrún Pálmadóttir sópran. Þessi glæsilega söngkona hefur farið með fjölmörg óperuhlutverk bæði heima og erlendis auk þess sem hún hefur sungið á tónleikum víða um heim og fengist við fjölbreyttar efnisskrár. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram með Karlakór Reykjavíkur og vænta kórfélagar mikils af samstarfinu við hana á komandi tónleikum.

    Karlakór Reykjavíkur kallar einnig til fastagesti sína frá fyrri árum sér til fulltingis. Þau eru organistinn Lenka Mátéová, trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson auk og Eggerts Pálssonar pákuleikara. Þá mun kórfélaginn og hornleikarinn Jóhann Björn Ævarsson leika með í einu lagi.

    Stjórn þessa viðburðar verður í höndum Friðriks S. Kristinssonar, sem starfað hefur farsællega með  Karlakór Reykjavíkur í þrjá áratugi.

    Miðaverð á tónleikana kr. 6000.  Miðasala á Tix.is
  • Söngur við messu í Háteigskirkju
  •  
  •  Date Posted: Wed, 23 Oct 2019
    Sunnudaginn 27. október syngur Karlakór Reykjavíkur við messu í Háteigskirkju kl. 11:00.
    Kórinn æfir 2 í viku í safnaðarheimili kirkjunnar og sú skemmtilega hefð hefur skapast að við þökkum fyrir okkur með því að syngja við 2 messur á ári, eina að hausti og eina að vori.
     
  • Aðventudagskrá i Stykkishólmskirkju
  •  
  •  Date Posted: Fri, 13 Sep 2019

    Karlakór Reykjavíkur mun heimsækja Snæfellsnes og flytja aðventudagskrá sína í Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 16.00. Aðventutónleikar kórsins eru fyrir löngu orðinn fastur liður í tónlistarlífi höfuðborgarinnar fyrir jólin en það var árið 1993 sem kórinn hélt fyrst tónleika í Hallgrímskirkju og hafa þeir ávallt verið fjölsóttir og margir líta á þá sem ómissandi þátt í jólaföstunni.

    Einsöngvari á tónleikunum verður Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona en hún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1999 og stundaði nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Stuttgart frá 1999 - 2001. Sigrún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum, bæði heima og erlendis auk þess sem hún hefur farið með fjölmörg hlutverk á óperusviðinu, þar á meðal Næturdrottninguna í Töfraflautu Mozarts.

    Með í för verða einnig fastagestir kórsins frá liðnum aðventutónleikunum; orgelleikarinn Lenka Mátéova, trompetaleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson auk pákuleikarans Eggerts Pálssonar.

    Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Hólmarinn Friðrik S. Kristinsson sem í ár fagnar 30 ára starfsafmæli með kórnum. Hann hóf störf sem raddþjálfari og aðstoðarstjórnandi árið 1989 og tók endanlega við tónsprotanum af Páli Pamplicher Pálssyni sem aðalstjórnandi kórsins árið 1991. Það er við hæfi að Friðrik heimsæki æskuslóðirnar með kórinn sinn á þessum tímamótum.

    Karlakór Reykjavíkur hélt tónleika í Stykkishólmi árið 2008 til styrktar orgelsjóð Stykkishólmskirkju og í samsæti að þeim tónleikum loknum lofaði þáverandi formaður kórsins því að kórinn myndi halda aðventutónleika í kirkjunni þegar orgelið kæmi upp. Það er því kominn tími til að efna það loforð og hlakka kórmenn til heimsóknarinnar og reyna hljóm sinn við hið glæsilega hljóðfæri úr Klais orgelsmiðjunni, en þaðan kemur einmitt stóra orgelið í Hallgrímskirkju.

    Stykkishólmsbúar og Snæfellingar allir eru boðnir velkomnir á tónleikana.

  • Áttu rödd að ljá okkur?
  •  
  •  Date Posted: Sat, 24 Aug 2019
    Karlakór Reykjavíkur ætlar að bæta við sig söngmönnum og í haust fara fram raddpróf fyrir þá sem hafa áhuga á að slást í hópinn. Við prófum raddsvið og tónheyrn og finnst það kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri, það er þó alls ekki skilyrði.
    Ef þú fimmtugur eða yngri og hefur áhuga á að koma í raddpróf skaltu senda okkur línu á netfangið kor@kkor.is fyrir 8. september næstkomandi og við höfum samband við þig um hæl. Frekari upplýsingar má fá í síma 896-4914.

    Vetrarstarfið
    Starfsár Karlakórs Reykjavíkur einkennast af tveimur hápunktum. Annars vegar eru það aðventutónleikar í Hallgrímskirkju sem í ár fara fram dagana 14. og 15. desember. Þeir eru alltaf vel sóttir enda fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra landsmanna. Eftir áramót hefjast æfingar fyrir vortónleika í Langholtskirkju sem fara fram í byrjun maí. Á þeim tónleikum leggjum við fram afrakstur vetrarstarfsins og að þeim loknum gleðjumst við ásamt mökum okkar yfir liðnum vetri og fögnum vorkomu. Til viðbótar við þessa föstu liði ætlum við að heimsækja Stykkishólm þ. 30. nóvember, þar sem aðventudagskráin verður flutt í Stykkishólmskirkju auk þess sem við tökum þátt í kóramóti Kötlu, Sambands sunnlenskra karlakóra, á Höfn í Hornafirði um miðjan maí.
    Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn býður upp á krefjandi og skemmtileg viðfangsefni í tónlist og skemmtilegt félagsstarf í góðum félagsskap. Söngferðir til útlanda eru farnar reglulega auk þess sem byggðir landsins eru heimsóttar til tónleikahalds. Kórinn æfir alla þriðjudaga og annan hvern fimmtudag, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í safnaðarheimili Háteigskirkju.
  • Æfingabúðir að Borg í Grímsnesi
  •  
  •  Date Posted: Thu, 4 Apr 2019
    Karlakór Reykjavíkur bregður landi undir fót og heldur í æfingabúðir laugardaginn 6. apríl.
    Árla morguns verður brunað austur að Borg og dvalið þar daglangt við að fínpússa og fegra dagskrá Vortónleika kórsins.
    Eftir einbeittar söngæfingar verður tekið upp léttara hjal við mat og drykk áður en haldið er heim á leið.
    Þetta þykir okkur skerpa á flutningi og efla félagsandann.  Algjör skyldumæting!
Copyright © 2024 Karlakór Reykjavíkur