Útgefið efni
Á aðventu„Á aðventu með Karlakór Reykjavíkur“ er heiti disks sem inniheldur valdar upptökur frá tónleikum kórsins í Hallgrímskirkju í desember 2009 og 2010. Á þessum tónleikum kom Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór fram með kórnum en einnig syngja einsöng á diskinum þeir Björn Þór Guðmundsson, Friðrik S. Kristinsson og Karl Jóhann Jónsson. Orgelleikur er í höndum Lenku Mateovu, Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson leika á trompet og Eggert Pálsson á slagverk.
|
Áfram veginn
Hljómdiskur Karlakórs Reykjavíkur. Einsöngvarar eru Sveinn Dúa Hjörleifsson, Sigmundur Jónsson og Pétur Björnsson. Anna Guðný Guðmundsdóttir sér um píanóleik.
|
Hraustir menn
Safn eldri upptakna með Karlakór Reykjavíkur ásamt fjölda einsöngvara.
Hægt er að hlýða a diskinn á tonlistarveitunni Spotify Hér
Nánari upplýsingar má finna Hér
Íslands lag
Karlakór Reykjavíkur ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Kristni Sigmundssyni.
Hægt er að hlýða a diskinn á tonlistarveitunni Spotify Hér.
Vor 2000
Upptaka af vortónleikum Karlakórs Reykjavíkur vorið 2000 þar sem sungin er söngskrá sú er kórinn söng á ferð sinni til Kanada og Bandaríkjanna þá um sumarið í tilefni landafundahátíða þar í landi. Einsöngvari með kórnum er Diddú.
Hægt er að hlýða a diskinn á tonlistarveitunni Spotify Hér.
